Eþíópískur matur hefur átt síauknum vinsældum að fagna undanfarin ár á heimsvísu. Enda engin furða, því réttirnir eru bæði bragðmiklir og einstaklega bragðgóðir.
Eftir kl. 17:30 bjóðum við upp á eþíópíska rétti á matseðlinum okkar og hafa þeir fengið afar góðar viðtökur. Við mælum því óhikað með því að kíkja til okkar í sannkallaða og ósvikna eþíópíska matarupplifun.